Innlent

Enginn starfs­maður Hringsins greindist með veiruna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hringurinn Barnaspítali
Hringurinn Barnaspítali Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Enginn af starfsmönnum Barnaspítala Hringsins sem fór í skimun fyrir kórónuveirunni í gær greindist með veiruna. Starfsmaður Hringsins greindist með veiruna í fyrradag og voru starfsmenn spítalans því sendir í skimun.

Fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala í dag að á annað hundrað starfsmanna spítalans á Hringbraut hafi verið skimaðir í gær vegna smits sem upp kom hjá starfsmanni á Barnaspítala Hringsins. Enginn reyndist jákvæður, líkt og áður segir, en nokkrir verða þó áfram í sóttkví vegna þessa. Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á starfsemi spítalans vegna málsins.

Tveir starfsmenn Landspítalans við Hringbraut greindust með kórónuveiruna í fyrradag en fyrir voru rúmlega fjörutíu starfsmenn smitaðir af henni. Eftir að smitin greindust í gær voru hundrað og þrjátíu starfsmenn settir í úrvinnslusóttkví og skimaðir í gær. Í tilkynningu spítalans í dag segir að 40 starfsmenn séu nú í einangrun með veiruna og 58 í sóttkví.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×