„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 11:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum