Innlent

Ræðir möguleikann á afmörkuðu svæði fyrir fólk sem á að vísa á úr landi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Endurskoðun á verklagi stoðdeildar ríkislögreglustjóra við brottvísanir er nú til skoðunar að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, um eftirlit með fólki sem stendur frammi fyrir brottvísun og vísaði í fréttir um að stoðdeildin sé með 64 aðila skráða sem ekki hafa fundist við fram­kvæmd á fylgd úr landi á síðast­liðnum tveimur árum, líkt og Fréttablaðið greindi frá í vikunni.

Áslaug sagði úrræðin til skoðunar og vísaði í fyrirkomulag erlendis. 

„Víða í löndunum í kringum okkur er þessu háttað þannig að aðilar eru á ákveðnu svæði eftir að þeir fá til dæmis neitun frá báðum stjórnsýslustigum til að það sé hægt að framkvæma þetta með auðveldari hætti og það gerist þá ekki að aðilar séu týndir inn í samfélaginu, sagði Áslaug og bætti við að lagabreytingu þyrfti til að taka fyrirkomulagið upp. 

„Annars erum við að skoða verklagið í heild sinni í þessu eins og öðru.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×