Ágúst Ólafur biðst afsökunar á orðum sínum í Sprengisandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 10:58 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hann hafi ekki ætlað sér að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, með orðum sem hann lét falla á Sprengisandi í gær og sætt hafa gagnrýni. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Í viðtalinu sagði Ágúst Ólafur að það væri í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir greindi frá því í morgun að þessi orð hans hafi sætt gagnrýni, meðal annars frá Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði á Twitter Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í færslu sem Ágúst Ólafur birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu segist hann hafa komist illa að orði. Honum þyki leitt að hafa sett orð sín fram með þeim hætti að hann gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur: „Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim,“ segir í Facebook-færslu Ágústs Ólafs sem sjá má hér fyrir neðan. E g vil biðjast afso kunar a orðum mi num i Sprengisandi a Bylgjunni i gær. E g komst illa að orði og þykir leitt að...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sprengisandur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Í viðtalinu sagði Ágúst Ólafur að það væri í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir greindi frá því í morgun að þessi orð hans hafi sætt gagnrýni, meðal annars frá Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði á Twitter Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í færslu sem Ágúst Ólafur birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu segist hann hafa komist illa að orði. Honum þyki leitt að hafa sett orð sín fram með þeim hætti að hann gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur: „Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim,“ segir í Facebook-færslu Ágústs Ólafs sem sjá má hér fyrir neðan. E g vil biðjast afso kunar a orðum mi num i Sprengisandi a Bylgjunni i gær. E g komst illa að orði og þykir leitt að...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sprengisandur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira