Ágúst Ólafur biðst afsökunar á orðum sínum í Sprengisandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 10:58 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hann hafi ekki ætlað sér að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, með orðum sem hann lét falla á Sprengisandi í gær og sætt hafa gagnrýni. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Í viðtalinu sagði Ágúst Ólafur að það væri í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir greindi frá því í morgun að þessi orð hans hafi sætt gagnrýni, meðal annars frá Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði á Twitter Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í færslu sem Ágúst Ólafur birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu segist hann hafa komist illa að orði. Honum þyki leitt að hafa sett orð sín fram með þeim hætti að hann gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur: „Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim,“ segir í Facebook-færslu Ágústs Ólafs sem sjá má hér fyrir neðan. E g vil biðjast afso kunar a orðum mi num i Sprengisandi a Bylgjunni i gær. E g komst illa að orði og þykir leitt að...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sprengisandur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Í viðtalinu sagði Ágúst Ólafur að það væri í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir greindi frá því í morgun að þessi orð hans hafi sætt gagnrýni, meðal annars frá Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði á Twitter Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í færslu sem Ágúst Ólafur birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu segist hann hafa komist illa að orði. Honum þyki leitt að hafa sett orð sín fram með þeim hætti að hann gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur: „Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim,“ segir í Facebook-færslu Ágústs Ólafs sem sjá má hér fyrir neðan. E g vil biðjast afso kunar a orðum mi num i Sprengisandi a Bylgjunni i gær. E g komst illa að orði og þykir leitt að...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sprengisandur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira