Innlent

Smit hjá íbúa á Hrafnistu og allir í sóttkví

Sylvía Hall skrifar
Hrafnista Ísafold í Garðabæ.
Hrafnista Ísafold í Garðabæ. já.is

Íbúi á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ greindist með kórónuveirusmit í kvöld. Allir íbúar Ísafoldar eru nú í sóttkví og hefur heimilinu verið lokað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá neyðarstjórn Hrafnistu fyrr í kvöld. Þar segir að í samræmi við verkferla hafi verið ræst ákveðið viðbúnaðarstig líkt og gert er ráð fyrir þegar smit kemur upp hjá íbúum eða starfsfólki. 

Unnið sé eftir verklagi neyðarstjórnarinnar sem er á vakt allan sólarhringinn í tilfellum sem þessum.

Til þess að tryggja gæði og öryggi íbúa og starfsmanna hefur heimilinu verið lokað. Líkt og áður sagði eru allir íbúar í sóttkví á meðan unnið er að nánari greiningu. Hrafnista vinnur nú með rakningarteymi almannavarna til þess að stöðva frekari útbreiðslu veirunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×