Biden ekki með Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 16:41 Hér eru þeir Biden og Trump með eiginkonum sínum Jill og Melaníu, eftir kappræðurnar í vikunni. AP/Julio Cortez Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. Þeir tveir deildu sviði í kappræðum sem fram fóru aðfaranótt þriðjudagsins. Biden sagði frá niðurstöðu skimunarinnar á Twitter nú fyrir skömmu og ítrekaði hann fyrir fólki að notast við persónulegar sóttvarnir. I m happy to report that Jill and I have tested negative for COVID. Thank you to everyone for your messages of concern. I hope this serves as a reminder: wear a mask, keep social distance, and wash your hands.— Joe Biden (@JoeBiden) October 2, 2020 Eftir að starfsmenn Hvíta hússins komust að því að náinn ráðgjafi Trump hefði smitast, var framboð Biden ekki látið vita. Þess í stað komst Joe Biden að smiti Trump í gegnum fréttir fjölmiðla og fór hann í skimun í kjölfar þess. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee, sem er Repúblikani frá Utah, greindi frá því í dag að hann hefði greinst með Covid-19 og það sagði Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins einnig. Lee var staddur í garði Hvíta hússins á laugardaginn síðasta þegar Trump tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Enginn þar var með andlitsgrímu og enginn stundaði nokkurs konar félagsforðun, samkvæmt lýsingum blaðamanna vestanhafs. Sjá einnig: Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Á þriðjudaginn fundaði Lee með Barrett og voru þau í miklu návígi án gríma. Sömuleiðis fundaði hann með Lindsey Graham, sem er einnig öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar. Hvorugur þeirra var með grímu. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að hann ætti von á því að fleiri smit myndu greinast í Hvíta húsinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. Þeir tveir deildu sviði í kappræðum sem fram fóru aðfaranótt þriðjudagsins. Biden sagði frá niðurstöðu skimunarinnar á Twitter nú fyrir skömmu og ítrekaði hann fyrir fólki að notast við persónulegar sóttvarnir. I m happy to report that Jill and I have tested negative for COVID. Thank you to everyone for your messages of concern. I hope this serves as a reminder: wear a mask, keep social distance, and wash your hands.— Joe Biden (@JoeBiden) October 2, 2020 Eftir að starfsmenn Hvíta hússins komust að því að náinn ráðgjafi Trump hefði smitast, var framboð Biden ekki látið vita. Þess í stað komst Joe Biden að smiti Trump í gegnum fréttir fjölmiðla og fór hann í skimun í kjölfar þess. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee, sem er Repúblikani frá Utah, greindi frá því í dag að hann hefði greinst með Covid-19 og það sagði Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins einnig. Lee var staddur í garði Hvíta hússins á laugardaginn síðasta þegar Trump tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Enginn þar var með andlitsgrímu og enginn stundaði nokkurs konar félagsforðun, samkvæmt lýsingum blaðamanna vestanhafs. Sjá einnig: Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Á þriðjudaginn fundaði Lee með Barrett og voru þau í miklu návígi án gríma. Sömuleiðis fundaði hann með Lindsey Graham, sem er einnig öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar. Hvorugur þeirra var með grímu. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að hann ætti von á því að fleiri smit myndu greinast í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58