Innlent

Manna­nafna­nefnd lögð niður í nýju frum­varpi Ás­laugar

Birgir Olgeirsson skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm

Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnar í morgun.

Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama.

Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því.

„Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi.

Hún tók fram að margir séu einnig þeirrar skoðunar að vilja ekki kenna sig við foreldra sína.

„Og það fólk verður að hafa frelsi til að breyta því ef þú kýst að gera það ekki.“

Hún sagði skemmtilegar umræður hafa myndast í ríkisstjórn um málið. 

„En ég tel að með þessu frumvarpi séum við að skapa einhverja brú á milli ólíkra sjónarmiða í þessu.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.