Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:32 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira