Innlent

Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Krabbameinsfélagið.
Krabbameinsfélagið. Vísir/Vilhelm

Búið er að endurskoða öll sýni sem rannsökuð voru sérstaklega vegna alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Alvarlega atvikið sem vísað er til komst upp í sumar. Mistök voru gerð við greiningu leghálssýna á Leitarstöðinni árið 2018 og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.

Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla endurskoðun sýna hjá Leitarstöðinni þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. Endanleg niðurstaða hjá þeim 209 konum sem kallaðar voru inn til frekari skoðunar mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum, að því er segir í tilkynningu.

Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni.

Fram hefur komið að nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu og voru kallaðar til frekari skoðunar þurfa að fara í keiluskurð vegna alvarlegra frumubreytinga.


Tengdar fréttir

Tvö sam­bæri­leg mál fari á borð land­læknis­em­bættisins

Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.