Fótbolti

Lewandowski og Harder valin best

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pernille Harder var valinn leikmaður ársins hjá UEFA.
Pernille Harder var valinn leikmaður ársins hjá UEFA. getty/Harriet Lander

Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu Genf í Sviss í dag. Samhliða því voru veitt verðlaun fyrir síðasta tímabil í Meistaradeildinni.

Robert Lewandowski hjá Bayern München var valinn leikmaður ársins hjá UEFA og besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar tímabilið 2019-20. Hansi Flick, sem gerði Bayern að þreföldum meisturum, var valinn þjálfari ársins.

Pernille Harder var valinn leikmaður ársins hjá UEFA og besti sóknarmaðurinn í Meistaradeildinni. Jean-Luc Vasseur var valinn þjálfari ársins en hann stýrði Lyon til sigurs í Meistaradeildinni.

Sara Björk Gunnarsdóttir var tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar en verðlaunin féllu samherja hennar, Dzsenifer Marozsán, í skaut. Sara lék bæði með Wolfsburg og Lyon í Meistaradeildinni á síðasta tímabili og varð meistari með síðarnefnda liðinu. Hún skoraði í 3-1 sigri Lyon á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

  • Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21:
  • Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon
  • Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona).
  • Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21:
  • Wendie Renard, Olympique Lyon
  • Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg).
  • Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21:
  • Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon
  • Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg).
  • Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21:
  • Pernille Harder, Wolfsburg
  • Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)

Manuel Neuer var valinn besti markvörður Meistaradeildarinnar og samherji hans hjá Bayern, Joshua Kimmich, besti varnarmaðurinn. Kevin De Bruyne hjá Manchester City var valinn besti miðjumaðurinn.

Lið þeirra Lionels Messi og Cristianos Ronaldo, Barcelona og Juventus, lentu saman í riðli í Meistaradeildinni.

Manchester United var ekki heppið með drátt en Íslendingaliðin Midtjylland og Olympiacos eru í spennandi riðlum.

Alla riðlanna í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 20. október.

A-riðill

  • Bayern München
  • Atlético Madrid
  • Salzburg
  • Lokomotiv Moskva

B-riðill

  • Real Madrid
  • Shakhtar Donestk
  • Inter
  • Borussia Mönchengladbach

C-riðill

  • Porto
  • Man. City
  • Olympiacos
  • Marseille

D-riðill

  • Liverpool
  • Ajax
  • Atalanta
  • Midtjylland

E-riðill

  • Sevilla
  • Chelsea
  • Krasnodar
  • Rennes

F-riðill

  • Zenit
  • Borussia Dortmund
  • Lazio
  • Club Brugge

G-riðill

  • Juventus
  • Barcelona
  • Dynamo Kiev
  • Ferencváros

H-riðill

  • PSG
  • Man. Utd.
  • RB Leipzig
  • Istanbul Basaksehir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×