Erlent

Hafna beiðni Pompeo að fá á­heyrn hjá páfa

Atli Ísleifsson skrifar
Höfnun páfa er sögð auka enn á deilur bandaríska utanríkisráðherrans og Páfagarðs en á dögunum gagnrýndi Pompeo samkomulag sem páfi hefur gert við yfirvöld í Kína.
Höfnun páfa er sögð auka enn á deilur bandaríska utanríkisráðherrans og Páfagarðs en á dögunum gagnrýndi Pompeo samkomulag sem páfi hefur gert við yfirvöld í Kína. EPA

Páfagarður í Róm hefur hafnað beiðni frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þess efnis að hann fái áheyrn hjá páfa.

Ástæða höfnunarinnar er sögð sú að Frans páfi vilji ekki hitta stjórnmálamenn í aðdraganda kosninga en nú styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Höfnun páfa er sögð auka enn á deilur Pompeos og Páfagarðs en á dögunum gagnrýndi utanríkisráðherrann samkomulag sem páfi hefur gert við yfirvöld í Kína.

Páfagarður sakaði Pompeo þá um að draga kaþólsku kirkjuna inn í kosningaslaginn vestanhafs en Donald Trump forseti nýtur mikils stuðnings hjá heittrúuðum Bandaríkjamönnum og ekki síst hjá heittrúuðum kaþólikkum sem finnst Frans páfi vera of frjálslyndur í störfum sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×