Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 08:01 Þó að það sé ekki líklegt er mögulegt að strákarnir okkar rökræði við íslenskan dómara í leiknum við Rúmeníu. Vísir/Hulda Margrét Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Sjá meira
Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Sjá meira