Lífið

Japanskir túlkar í miklum bobba með kappræðurnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump og Joe Biden.
Donald Trump og Joe Biden. AP/Patrick Semansky

Túlkar NHK, ríkissjónvarps Japans, áttu í miklum vandræðum með vinnu sína í nótt. Þá fóru fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fram á milli þeirra Donald Trump, forseta, og Joe Biden. Kappræðurnar hafa ekki fallið vel í kramið sökum yfirgangs, framíkalla og deilna.

Umræddir túlkar voru að túlka kappræðurnar í beinni útsendingu og miðað við hluta útsendingarinnar sem Japanir hafa birt á samfélagsmiðlum hefur það reynst verulega erfitt og þurftu þær að tala ofan í hvora aðra, því það gerðu þeir Trump, Chris Wallace og Biden.

Einnig hefur það reynst áhorfendum erfitt að fylgjast með umræðunum, sem lýst hefur verið sem skammarlegum fyrir Bandaríkin.


Tengdar fréttir

„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum

Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér.

Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar

Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum.

Fyrstu kappræður Trumps og Bidens

Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×