Ná saman um nýja stjórn um 500 dögum eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2020 10:37 Hinn 44 ára Alexander De Croo verður næsti forsætisráðherra Belgíu. EPA Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar sjö flokka stjórnar í Belgíu, nærri fimm hundruð dögum eða sextán mánuðum eftir að þingkosningar fóru fram í landinu. Alexander De Croo, leiðtogi Flæmska frjálslynda flokksins, verður næsti forsætisráðherra landsins. Samstarfið hefur verið kallað Vivaldi-bandalagið og samanstendur af flokkum frjálslyndra, sósíalista og græningja úr frönskumælandi hluta landsins annars vegar og flæmskumælandi hlutanum hins vegar, auk hinna flæmskumælandi Kristilegra demókrata. De Croo mun taka við embætti á morgun. Starfsstjórn hefur stýrt landinu frá kosningum í maí 2019 og hefur hin frönskumælandi Sophie Wilmes gegnt embætti forsætisráðherra síðustu mánuði. Tilkynnt var um myndun nýrrar stjórnar í morgun eftir maraþonviðræður leiðtoga flokkanna um samsetningu fjárlaga. Hinn 44 ára De Croo hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Belgíu frá árinu 2018. Þá hefur hann áður gegnt embætti þróunarsamvinnumála, aðstoðarforsætisráðherra og lífeyrismálaráðherra. Þjóðernisflokkurinn Nýja flæmska fylkingin, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, eða 16 prósent, á ekki aðild að nýju stjórninni. Sömu sögu er að segja um hægriöfgaflokkinn Vlaams Belang sem hlaut 12 prósent atkvæða. Það er engin nýlunda að langan tíma taki að mynda ríkisstjórn í Belgíu. Þannig tók það 541 að mynda stjórn í landinu eftir þingkosningarnar 2010. Belgía Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar sjö flokka stjórnar í Belgíu, nærri fimm hundruð dögum eða sextán mánuðum eftir að þingkosningar fóru fram í landinu. Alexander De Croo, leiðtogi Flæmska frjálslynda flokksins, verður næsti forsætisráðherra landsins. Samstarfið hefur verið kallað Vivaldi-bandalagið og samanstendur af flokkum frjálslyndra, sósíalista og græningja úr frönskumælandi hluta landsins annars vegar og flæmskumælandi hlutanum hins vegar, auk hinna flæmskumælandi Kristilegra demókrata. De Croo mun taka við embætti á morgun. Starfsstjórn hefur stýrt landinu frá kosningum í maí 2019 og hefur hin frönskumælandi Sophie Wilmes gegnt embætti forsætisráðherra síðustu mánuði. Tilkynnt var um myndun nýrrar stjórnar í morgun eftir maraþonviðræður leiðtoga flokkanna um samsetningu fjárlaga. Hinn 44 ára De Croo hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Belgíu frá árinu 2018. Þá hefur hann áður gegnt embætti þróunarsamvinnumála, aðstoðarforsætisráðherra og lífeyrismálaráðherra. Þjóðernisflokkurinn Nýja flæmska fylkingin, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, eða 16 prósent, á ekki aðild að nýju stjórninni. Sömu sögu er að segja um hægriöfgaflokkinn Vlaams Belang sem hlaut 12 prósent atkvæða. Það er engin nýlunda að langan tíma taki að mynda ríkisstjórn í Belgíu. Þannig tók það 541 að mynda stjórn í landinu eftir þingkosningarnar 2010.
Belgía Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira