Reyndi ítrekað að stinga konuna í höfuðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2020 14:30 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Vísir/Vilhelm 33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum. Krafist er þriggja milljóna króna í miskabætur og skaðabætur vegna tilfallins kostnaðar vegna árásarinnar. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að karlmaðurinn hafi veist að konunni, leigusala sínum, með hníf með 16,5 sentímetra löngu blaði og ítrekað gert tilraun til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkama. Konan náði að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og fótlegg með þeim afleiðingum að hún hlaut skurði víða um líkamann. Varðist alvarlegustu hnífstungunum Árásin átti sér stað að morgni 15. júní í Reykjavík þegar árásamaðurinn birtist að tilefnislausu í annarlegu ástandi, vopnaður hnífi í húsakynnum konu sem var leigusali hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hótaði að hann konunni lífláti og gerði ítrekaðar tilraunir til veita henni lífshættulega áverka á höfði, hálsi og líkama. Henni tókst að verjast alvarlegustu hnífstungunum en hlaut alls ellefu skurði og stungusár í árásinni. Konan hafði ekki haft nein fyrri kynni af manninum önnur en þau að leigja honum út húsnæði í afar stuttan tíma. Góðkunningi með hreint sakavottorð Konunni tókst að gera lögreglu viðvart og var færð á slysadeild en var ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Maðurinn vildi ekki afvopnast þegar lögregla kom á staðinn og var sérsveitin kölluð til sem þurfti að beita táragasi og gúmmískotum til að yfirbuga hann. Maðurinn sem hefur áður komið við sögu lögreglu samkvæmt heimildum fréttastofu var með hreint sakavottorð á þessum tíma. Maðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið síðan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Dómsmál Tengdar fréttir Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum. Krafist er þriggja milljóna króna í miskabætur og skaðabætur vegna tilfallins kostnaðar vegna árásarinnar. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að karlmaðurinn hafi veist að konunni, leigusala sínum, með hníf með 16,5 sentímetra löngu blaði og ítrekað gert tilraun til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkama. Konan náði að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og fótlegg með þeim afleiðingum að hún hlaut skurði víða um líkamann. Varðist alvarlegustu hnífstungunum Árásin átti sér stað að morgni 15. júní í Reykjavík þegar árásamaðurinn birtist að tilefnislausu í annarlegu ástandi, vopnaður hnífi í húsakynnum konu sem var leigusali hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hótaði að hann konunni lífláti og gerði ítrekaðar tilraunir til veita henni lífshættulega áverka á höfði, hálsi og líkama. Henni tókst að verjast alvarlegustu hnífstungunum en hlaut alls ellefu skurði og stungusár í árásinni. Konan hafði ekki haft nein fyrri kynni af manninum önnur en þau að leigja honum út húsnæði í afar stuttan tíma. Góðkunningi með hreint sakavottorð Konunni tókst að gera lögreglu viðvart og var færð á slysadeild en var ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Maðurinn vildi ekki afvopnast þegar lögregla kom á staðinn og var sérsveitin kölluð til sem þurfti að beita táragasi og gúmmískotum til að yfirbuga hann. Maðurinn sem hefur áður komið við sögu lögreglu samkvæmt heimildum fréttastofu var með hreint sakavottorð á þessum tíma. Maðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið síðan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.
Dómsmál Tengdar fréttir Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30