Innlent

Loka leik­skólanum Baugi í Kópa­vogi vegna smits

Kjartan Kjartansson skrifar
Leikskólinn Baugur
Leikskólinn Baugur Kópavogsbær

Leikskólanum Baugi í Kópavogi hefur verið lokað tímabundið og allir starfsmenn og börn send í sóttkví eftir að eitt kórónuveirusmit greindist þar. Foreldrar fengu upplýsingar um smitið og lokunina seint í gærkvöldi.

Margrét Björk Jóhannesdóttir, leikskólastjóri Baugs, staðfestir við Vísi að skólanum hafi verið lokað en vill ekki segja hvort að starfsmaður eða barn hafi smitast. Sóttkvíin standi yfir fram yfir föstudag þegar allir fara í skimun fyrir veirunni.

Á Baugi eru 139 börn í vistun og fimmtíu starfsmenn.

Fréttin verður uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×