Réðust á mann með eggvopni, stálu bíl hans og rændu búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 06:19 Eignaspjöll, rán og akstur undir áhrifum fíkniefna var á meðal þess sem kom á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Klukkan 17:46 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í Kópavogi. Þar höfðu tveir menn ráðist á mann, ógnað honum með eggvopni og stolið bíl hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir jafnframt að um fjörutíu mínútum síðar var síðan tilkynnt um bílinn á Breiðholtsbraut þar sem honum var ekið aftan á annan bíl og svo af vettvangi. Um nóttina, eða upp úr klukkan hálftvö, var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru að stela vörum í búð í Kópavogi. Hafði starfsmanni verslunarinnar verið hótað þegar hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir héldu að þeir hefðu týnt bíllyklum og ógnuðu þá starfsmanni með eggvopni. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang og handtók mennina. Voru þarna sömu menn á ferð og höfðu ráðist á mann og stolið bíl hans fyrr um kvöldið. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi var síðan ofurölvi maður handtekinn í hverfi 104. Var maðurinn til ama við sparkvöll þar sem börn voru að leik. Hann gat hvorki framvísað skilríkjum né gefið upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Skömmu eftir klukkan hálfsjö var tilkynnt um brot á sóttkví í Kópavogi. Tveir erlendir verkamenn sem eiga að vera í sóttkví til 11. október sagðir hafa verið á ferðinni meðal fólks. Málið er í skoðun hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot í austurbænum klukkan 19:44. Var gerandi í mjög annarlegu ástandi handtekinn nærri vettvangi og var hann með skurð á hendi sem blæddi úr. Farið var með manninn á slysadeild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Klukkan 17:46 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í Kópavogi. Þar höfðu tveir menn ráðist á mann, ógnað honum með eggvopni og stolið bíl hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir jafnframt að um fjörutíu mínútum síðar var síðan tilkynnt um bílinn á Breiðholtsbraut þar sem honum var ekið aftan á annan bíl og svo af vettvangi. Um nóttina, eða upp úr klukkan hálftvö, var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru að stela vörum í búð í Kópavogi. Hafði starfsmanni verslunarinnar verið hótað þegar hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir héldu að þeir hefðu týnt bíllyklum og ógnuðu þá starfsmanni með eggvopni. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang og handtók mennina. Voru þarna sömu menn á ferð og höfðu ráðist á mann og stolið bíl hans fyrr um kvöldið. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi var síðan ofurölvi maður handtekinn í hverfi 104. Var maðurinn til ama við sparkvöll þar sem börn voru að leik. Hann gat hvorki framvísað skilríkjum né gefið upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Skömmu eftir klukkan hálfsjö var tilkynnt um brot á sóttkví í Kópavogi. Tveir erlendir verkamenn sem eiga að vera í sóttkví til 11. október sagðir hafa verið á ferðinni meðal fólks. Málið er í skoðun hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot í austurbænum klukkan 19:44. Var gerandi í mjög annarlegu ástandi handtekinn nærri vettvangi og var hann með skurð á hendi sem blæddi úr. Farið var með manninn á slysadeild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira