Réðust á mann með eggvopni, stálu bíl hans og rændu búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 06:19 Eignaspjöll, rán og akstur undir áhrifum fíkniefna var á meðal þess sem kom á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Klukkan 17:46 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í Kópavogi. Þar höfðu tveir menn ráðist á mann, ógnað honum með eggvopni og stolið bíl hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir jafnframt að um fjörutíu mínútum síðar var síðan tilkynnt um bílinn á Breiðholtsbraut þar sem honum var ekið aftan á annan bíl og svo af vettvangi. Um nóttina, eða upp úr klukkan hálftvö, var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru að stela vörum í búð í Kópavogi. Hafði starfsmanni verslunarinnar verið hótað þegar hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir héldu að þeir hefðu týnt bíllyklum og ógnuðu þá starfsmanni með eggvopni. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang og handtók mennina. Voru þarna sömu menn á ferð og höfðu ráðist á mann og stolið bíl hans fyrr um kvöldið. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi var síðan ofurölvi maður handtekinn í hverfi 104. Var maðurinn til ama við sparkvöll þar sem börn voru að leik. Hann gat hvorki framvísað skilríkjum né gefið upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Skömmu eftir klukkan hálfsjö var tilkynnt um brot á sóttkví í Kópavogi. Tveir erlendir verkamenn sem eiga að vera í sóttkví til 11. október sagðir hafa verið á ferðinni meðal fólks. Málið er í skoðun hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot í austurbænum klukkan 19:44. Var gerandi í mjög annarlegu ástandi handtekinn nærri vettvangi og var hann með skurð á hendi sem blæddi úr. Farið var með manninn á slysadeild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Klukkan 17:46 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í Kópavogi. Þar höfðu tveir menn ráðist á mann, ógnað honum með eggvopni og stolið bíl hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir jafnframt að um fjörutíu mínútum síðar var síðan tilkynnt um bílinn á Breiðholtsbraut þar sem honum var ekið aftan á annan bíl og svo af vettvangi. Um nóttina, eða upp úr klukkan hálftvö, var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru að stela vörum í búð í Kópavogi. Hafði starfsmanni verslunarinnar verið hótað þegar hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir héldu að þeir hefðu týnt bíllyklum og ógnuðu þá starfsmanni með eggvopni. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang og handtók mennina. Voru þarna sömu menn á ferð og höfðu ráðist á mann og stolið bíl hans fyrr um kvöldið. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi var síðan ofurölvi maður handtekinn í hverfi 104. Var maðurinn til ama við sparkvöll þar sem börn voru að leik. Hann gat hvorki framvísað skilríkjum né gefið upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Skömmu eftir klukkan hálfsjö var tilkynnt um brot á sóttkví í Kópavogi. Tveir erlendir verkamenn sem eiga að vera í sóttkví til 11. október sagðir hafa verið á ferðinni meðal fólks. Málið er í skoðun hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot í austurbænum klukkan 19:44. Var gerandi í mjög annarlegu ástandi handtekinn nærri vettvangi og var hann með skurð á hendi sem blæddi úr. Farið var með manninn á slysadeild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira