Réðust á mann með eggvopni, stálu bíl hans og rændu búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 06:19 Eignaspjöll, rán og akstur undir áhrifum fíkniefna var á meðal þess sem kom á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Klukkan 17:46 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í Kópavogi. Þar höfðu tveir menn ráðist á mann, ógnað honum með eggvopni og stolið bíl hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir jafnframt að um fjörutíu mínútum síðar var síðan tilkynnt um bílinn á Breiðholtsbraut þar sem honum var ekið aftan á annan bíl og svo af vettvangi. Um nóttina, eða upp úr klukkan hálftvö, var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru að stela vörum í búð í Kópavogi. Hafði starfsmanni verslunarinnar verið hótað þegar hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir héldu að þeir hefðu týnt bíllyklum og ógnuðu þá starfsmanni með eggvopni. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang og handtók mennina. Voru þarna sömu menn á ferð og höfðu ráðist á mann og stolið bíl hans fyrr um kvöldið. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi var síðan ofurölvi maður handtekinn í hverfi 104. Var maðurinn til ama við sparkvöll þar sem börn voru að leik. Hann gat hvorki framvísað skilríkjum né gefið upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Skömmu eftir klukkan hálfsjö var tilkynnt um brot á sóttkví í Kópavogi. Tveir erlendir verkamenn sem eiga að vera í sóttkví til 11. október sagðir hafa verið á ferðinni meðal fólks. Málið er í skoðun hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot í austurbænum klukkan 19:44. Var gerandi í mjög annarlegu ástandi handtekinn nærri vettvangi og var hann með skurð á hendi sem blæddi úr. Farið var með manninn á slysadeild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Klukkan 17:46 í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um rán í Kópavogi. Þar höfðu tveir menn ráðist á mann, ógnað honum með eggvopni og stolið bíl hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem segir jafnframt að um fjörutíu mínútum síðar var síðan tilkynnt um bílinn á Breiðholtsbraut þar sem honum var ekið aftan á annan bíl og svo af vettvangi. Um nóttina, eða upp úr klukkan hálftvö, var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru að stela vörum í búð í Kópavogi. Hafði starfsmanni verslunarinnar verið hótað þegar hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir héldu að þeir hefðu týnt bíllyklum og ógnuðu þá starfsmanni með eggvopni. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang og handtók mennina. Voru þarna sömu menn á ferð og höfðu ráðist á mann og stolið bíl hans fyrr um kvöldið. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi var síðan ofurölvi maður handtekinn í hverfi 104. Var maðurinn til ama við sparkvöll þar sem börn voru að leik. Hann gat hvorki framvísað skilríkjum né gefið upp kennitölu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Skömmu eftir klukkan hálfsjö var tilkynnt um brot á sóttkví í Kópavogi. Tveir erlendir verkamenn sem eiga að vera í sóttkví til 11. október sagðir hafa verið á ferðinni meðal fólks. Málið er í skoðun hjá lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll og rúðubrot í austurbænum klukkan 19:44. Var gerandi í mjög annarlegu ástandi handtekinn nærri vettvangi og var hann með skurð á hendi sem blæddi úr. Farið var með manninn á slysadeild þar sem saumuð voru nokkur spor í hönd hans. Hann var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira