Segir þetta frábæran árstíma til að flytja tré Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 13:59 Gurrý veit sínu viti þegar kemur að garðyrkju. Getty Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“ Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, segir árstímann nú vera frábæran til að flytja tré. Hún segir að í raun sé hægt að færa alveg ótrúlega stór tré, að því gefnu að það sé undirbúið vel. Gurrý ræddi þetta og fleira til í samtali við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Með litlar plöntur, eins og litlar sáðplöntur, birki einhver staðar í vegkanti, hvar sem er, þá þarf maður bara að hafa góða skóflu og taka eins mikið af jarðvegi með plöntunni og hægt er. Þetta er bara frábær tími í það núna,“ segir Gurrý. Mjög algengt sé að fólk færi tré og segir Gurrý að sumir séu sem eru ferðafélög fyrir trén sín. „Þeir eru alltaf að flytja þetta fram og til baka.“ Stinga og leyfa svo trénu að jafna sig Gurrý segir réttu aðferðina við flutning trjáa vera að stinga niður með skóflu hringinn í kringum stofninn, eins langt frá honum og maður treystir sér til. „Að því loknu skuli leyfa trénu aðeins að jafna sig áður maður flytur það. Þá sé hægt flytja tré sem getur verið einhverjir metrar á hæð,“ segir Gurrý. Réttast sé að leyfa trénu að jafna sig í þrjár til fjórar vikur. Hún segir að þegar stungið sé á ræturnar sem vaxi út frá stofninum og þá séu viðbrögðin þau að plantan fari að mynda nýjar rætur fyrir innan stungusárið. „Þá er hún í rauninni komin með allar þær rætur sem eru að ná í vatn og næringu úr jarðvegi – svona fínrótarkerfi sem við köllum. Þá er það komið fyrir innan stungusárið og þá er plantan betur undir það búin að vera flutt.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Þannig að metra hátt birkitré… Hvað erum við að tala um stungu langt frá stofninum? „Metra hátt birkitré... Þá erum við kannski að tala um að hnausinn í þvermál, hann getur verið 40 til 50 sentimetrar. Þannig að þú þarft að fara 20 til 25 sentimetra frá stofninum.“ Gurrý segir að svo sé það bara skófludýptin niður. „Það eru svo alltaf einhverjar rætur sem fara beint ofan í jarðveginn og eru í rauninni að festa tréð. Svo reynir maður að passa að allur hnausinn fylgi með, þegar maður flytur plöntuna og gjarnan er ágætt, þegar maður er kominn með þetta, það er að setja striga og smokra undir köggulinn og binda ofan á til að tryggja að minnst af jarðveginum detti í burtu. Reyna að hlífa rótarkerfinu ef maður þarf að flytja einhverja vegalengd.“ Furur erfiðastar Gurrý segir að í raun sé hægt að flytja hvaða tré sem er. „Þó eru furur erfiðastar. Eins og stafafura. Ástæðan er sú að þær hafa tilhneigingu að hafa rætur sem fara djúpt ofan í jarðveginn og beint niður. Virðast eiga erfitt með mynda fínrótarkerfi nálægt yfirborðinu heldur en margar aðrar tegundir. Þannig að það er oft svolítið snúið að flytja þær. Flest önnur tré er hægt að flytja bara ef maður undirbýr það nógu vel. Þau mega samt ekki vera orðin einhverjir tuttugu metrar. Það er of mikið.“
Bítið Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. 24. júní 2020 08:54