Innlent

Ekið á barn á reiðhjóli í Njarðvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýjir sjúkrabílar
Nýjir sjúkrabílar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Ekið var á barn sem var á reiðhjóli á Njarðvíkurbraut á dögunum. Drengurinn sem um ræðir fann til verkja og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala. Þetta er á meðal slysa sem komið hafa upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga.

Slys varð þegar ung stúlka missti stjórn á vespu og skall með hökuna á gangstéttarbrún. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Karlmaður sem var við vinnu sína á Keflavíkurflugvelli fékk járnstykki í höfuðið og rotaðist. Hann var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur.

Þá datt drengur á reiðhjóli í Sandgerði og var talið að hann hefði úlnliðsbrotnað. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.