Erlent

Yuko Takeuchi látin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Yuko Takeuchi var 40 ára gömul.
Yuko Takeuchi var 40 ára gömul. Visual China Group/Getty

Japanska leikkonan Yuko Takeuchi fannst látin á heimili sínu í Tókýó. Hún var fertug.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan í Tókýó hefur hafið rannsókn á málinu en samkvæmt erlendum fréttum leikur grunur á að hún hafi fallið fyrir eigin hendi.

Í frétt BBC kemur fram að Taiki Nakabayashi, eiginmaður hennar, hafi komið að henni. Henni var komið á spítala þar sem andlát hennar var staðfest.

Takeuchi var afar vinsæl í heimalandinu og kom fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Hún var einna þekktust fyrir hlutverk sitt í hryllingsmyndinni Ringu frá 1998, en bandaríska hryllingsmyndin The Ring frá 2002 er byggð á henni.

Þá lék Takeuchi einnig titilhlutverkið í HBO-seríunni Miss Sherlock, sem sýnd var víða um heim árið 2018.

Á árunum 2004-2007 vann Takeuchi til verðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki á virtustu kvikmyndaverðlaunahátíð Japans.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×