Fótbolti

Suarez stimplaði sig inn og rúm­lega það hjá At­letico Madrid

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez var glaður í bragði í dag.
Suarez var glaður í bragði í dag. vísir/getty

Luis Suarez spilaði sinn fyrsta leik fyrir Atletico Madrid í dag er Madrídingar rúlluðu yfir Granada, 6-1.

Diego Costa kom Atletico yfir í fyrri hálfleik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í síðari hálfleik fóru heimamenn á kostum.

Angel Correa kom Atletico í 2-0 á 47. mínútu og Joao Felix skoraði þriðja markið er 65 mínútur voru komnar á klukkuna.

Suarez var skipt inn á 72. mínútu og innan við tveimur mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Marcos Llorente.

Það var svo Suarez sjálfur sem skoraði fimmta markið áður en Jorge Molina minnkaði muninn fyrir Granada.

Í uppbótartímanum var það svo saftur Suarez sem skoraði og lokatölur 6-1. Frábær byrjun Suarez.

Þetta var fyrsti leikur Atletico á leiktíðinni en Granada er með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.