Fótbolti

Al­freð náði í þrjú stig gegn Dort­mund og Berg­lind byrjuð að skora í Frakk­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leiknum í dag. Hún hefur opnað markareikning sinn í Frakklandi.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leiknum í dag. Hún hefur opnað markareikning sinn í Frakklandi. mynd/le havre/twitter

Alfreð Finnbogason spilaði í tæpan hálftíma er Augsburg vann 2-0 sigur á Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Felix Uduokhai kom Augsburg yfir á 40. mínútu og á 54. mínútu tvöfaldaði Daniel Caligiuri forystuna.

Alfreð byrjaði á bekknum en var skipt inn á þegar 62 mínútur voru komnar á klukkuna.

Augsburg hefur unnið tvo fyrstu leikina í deildinni en Dortmund er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði mark Le Havre er liðið gerði 1-1 jafntefli við Paris FC.

Berglind kom Le Havre yfir á 87. mínútu en tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimastúlkur metin og þar við sat.

Berglind spilaði allan leikinn fyrir liðið sem og Anna Björk Kristjánsdóttir.

Le Havre er með fjögur stig eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×