VAR í aðal­hlut­verki er Totten­ham og New­cast­le skildu jöfn

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmennirnir bíða átekta eftir niðurstöðu dómarans.
Leikmennirnir bíða átekta eftir niðurstöðu dómarans. vísir/getty

Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar.

Það var kraftur í lærisveinum Mourinho í dag. Þeir byrjuðu af miklum krafti og komust verðskuldað yfir á 25. mínútu.

Eftir flottan undirbúing Harry Kane kom Brasilíumaðurinn boltanum í netið með sínu fyrsta marki í deildinni á almannaaksárinu 2020.

Staðan var 1-0 allt þangað til á 95. mínútu er Newcastle fékk vítaspyrnu eftir langan aðdraganda. Dómarinn mat að boltinn hafi farið í hönd Eric Dier.

Úr vítinu skoraði Callum Wilson og lokatölur 1-1. Tottenham er þar af leiðandi með fjögur stig eftir þrjá leiki en Newcastle einnig með fjögur stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.