Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2020 22:32 Khedr-fjölskyldan. Til stóð að vísa henni úr landi á miðvikudag en hún fékk dvalarleyfi hér á landi í dag. Vísir/Baldur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Kærunefnd féllst á það að taka mál fjölskyldunnar upp á nýju vegna þess að ný gögn lágu fyrir í málinu og talið var að gæfu tilefni til þess að ný rannsókn yrði tekin upp á aðstæðum fjölskyldunnar. Í úrskurði kærunefndar vegna rannsóknarinnar kemur fram að ekki sé ástæða til að óttast það að fjölskyldan verði fyrir ofsóknum í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu fékkst endanleg niðurstaða, eftir að málið var endurupptekið, utan þess tímaramma sem gefinn er í útlendingalögum, sem eru átján mánuðir í tilefni fullorðinna og 16 mánuðir í tilefni barna, frá umsókn um dvalarleyfi þar til lokaniðurstaða liggur fyrir. Í kjölfarið lagði kærunefnd fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar frá því í dag sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum og greinir frá. Aðstæður fjölskyldumeðlima voru ekki skoðaðar sérstaklega fyrr en nú Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi miðvikudaginn 16. september, fyrir rúmri viku, en þegar til þess kom að vísa þeim úr landi fannst fjölskyldan hvergi. Þá lá fyrir að lokaniðurstaða í máli fjölskyldunnar hefði legið fyrir þann 18. nóvember 2019 þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar frá 25. júlí sama ár um að synja fjölskyldunni um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. Tvisvar var beðið um endurupptöku í málinu og frestun réttaráhrifa og synjað í bæði skiptin í byrjun þessa árs. Þriðja endurupptökubeiðnin barst svo þann 17. september síðastliðinn, daginn eftir að vísa átti fjölskyldunni úr landi. Með þeirri beiðni bárust fylgigögn og viðbótarathugasemdir frá fjölskyldunni. Aðstæður fjölskyldumeðlima hafi ekki verið skoðaðar sérstaklega í málinu og hafi því verið um brot á lögum um málefni útlendinga að ræða. Ástæða þess að málið var tekið upp að nýju er sú að rök voru færð fyrir því í endurupptökubeiðninni að tólf ára dóttir Khedr hjónanna væri á viðkvæmum aldri hvað varðaði kynfæralimlestingar, sem væru mjög algengar í Egyptalandi. Vegna þess hve algengar slíkar limlestingar séu á konum og stúlkum í Egyptalandi hafi íslenskum stjórnvöldum verið skylt að skoða aðstæður stúlkunnar betur. Þetta hafi verið alvarlegir annmarkar á málsmeðferð Útlendingastofnunar á máli fjölskyldunnar og ákvörðun um synjun byggði á ófullnægjandi upplýsingum. Ekki talið að stúlkan verði fyrir ofsóknum í Egyptalandi Eins og fram kemur áður var niðurstaða úrskurðarnefndar sú að fjölskyldan væri ekki í sérstakri hættu í heimalandi sínu. Aldrei hafi verið minnst á mögulegar kynfæralimlestingar á fjölskyldumeðlimum þegar fjölskyldan óskaði eftir vernd á Íslandi og að ekkert hafi bent til þess í framburði fjölskyldunnar að tilefni væri til þess að stjórnvöld rannsökuðu af eigin frumkvæði áhættuna á kynfæralimlestingum. Fram kemur í úrskurðinum að vegna þess að fjölskyldan hafi borið fram nýja málsástæðu sem ekki hefði verið tekin fyrir áður hjá Útlendingastofnun sæi stofnunin ekki annað í stöðunni en að taka málið upp að nýju. Við fyrstu skoðun hafi verið grundvöllur fyrir því að ætla að stúlkan gæti orðið fyrir ofsóknum yrði hún send aftur til Egyptalands. Rannsóknin hafi hins vegar leitt í ljós að ekki væri grundvöllur fyrir því að telja að stúlkan væri í sérstakri hættu á umskurn, ofsóknum eða á hættu að verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð snúi hún aftur til Egyptalands. Dvalarleyfið er því ekki veitt á þeim grunni að hætta sé á að stúlkan verði fyrir kynfæralimlestingum og er ákvörðunin því ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar umsóknir um alþjóðlega vernd sem kunni að berast á þeim rökum. Málsmeðferðartíminn kominn út fyrir tímaramma útlendingalaga Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi þann 7. ágúst 2018 og kærunefnd útlendingamála staðfesti synjun Útlendingastofnunar þann 18. nóvember 2019 og var málsmeðferðartíminn innan tímarammans, sem rakinn var hér að ofan. Málsmeðferðartíminn má að hámarki vera átján mánuði fyrir fullorðna einstaklinga og sextán mánuðir fyrir börn. En vegna þess að málið var endurupptekið hjá kærunefnd nú í september 2020 miðast málsmeðferðartíminn við niðurstöðuna sem staðfest var í dag, og er því utan tímaramma útlendingalaga. Rannsóknin í þriðju endurupptökunni miðaði að aðstæðum fjölskyldumeðlima sérstaklega og þar sem stúlkan hafði ekki fengið niðurstöðu í máli sínu innan 16 mánaða frá því hún sótti um alþjóðlega vernd var fallist á það að tímaramminn hafi verið sprengdur. Þá segir í úrskurði kærunefndar að ekki verði séð að stúlkan hafi sjálf átt þátt í því að niðurstaðan hafi ekki fengist innan tímamarka. „Kærunefndin telur ekki forsendur til að telja að þær tafir sem foreldrar hennar kunni að hafa valdið á málinu hafi þýðingu í þessu samhengi,“ segir í úrskurðinum. Niðurstaða kærunefndar er þess vegna sú að veita eigi stúlkunni dvalarleyfi þar sem niðurstaða í hennar máli fékkst ekki innan sextán mánaða. Þar sem meginregla gildir um einingu fjölskyldu verði foreldrum og systkinum hennar einnig veitt dvalarleyfi á sama grundvelli. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Múslímska bræðralagið og fóbían Sverrir Agnarsson fjallar um og svarar ýmsum ranghugmyndum sem hann hefur hnotið um varðandi Egyptaland og Múslímska bræðralagið. 23. september 2020 10:27 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Kærunefnd féllst á það að taka mál fjölskyldunnar upp á nýju vegna þess að ný gögn lágu fyrir í málinu og talið var að gæfu tilefni til þess að ný rannsókn yrði tekin upp á aðstæðum fjölskyldunnar. Í úrskurði kærunefndar vegna rannsóknarinnar kemur fram að ekki sé ástæða til að óttast það að fjölskyldan verði fyrir ofsóknum í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu fékkst endanleg niðurstaða, eftir að málið var endurupptekið, utan þess tímaramma sem gefinn er í útlendingalögum, sem eru átján mánuðir í tilefni fullorðinna og 16 mánuðir í tilefni barna, frá umsókn um dvalarleyfi þar til lokaniðurstaða liggur fyrir. Í kjölfarið lagði kærunefnd fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannréttindasjónarmiða. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar frá því í dag sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum og greinir frá. Aðstæður fjölskyldumeðlima voru ekki skoðaðar sérstaklega fyrr en nú Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi miðvikudaginn 16. september, fyrir rúmri viku, en þegar til þess kom að vísa þeim úr landi fannst fjölskyldan hvergi. Þá lá fyrir að lokaniðurstaða í máli fjölskyldunnar hefði legið fyrir þann 18. nóvember 2019 þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar frá 25. júlí sama ár um að synja fjölskyldunni um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. Tvisvar var beðið um endurupptöku í málinu og frestun réttaráhrifa og synjað í bæði skiptin í byrjun þessa árs. Þriðja endurupptökubeiðnin barst svo þann 17. september síðastliðinn, daginn eftir að vísa átti fjölskyldunni úr landi. Með þeirri beiðni bárust fylgigögn og viðbótarathugasemdir frá fjölskyldunni. Aðstæður fjölskyldumeðlima hafi ekki verið skoðaðar sérstaklega í málinu og hafi því verið um brot á lögum um málefni útlendinga að ræða. Ástæða þess að málið var tekið upp að nýju er sú að rök voru færð fyrir því í endurupptökubeiðninni að tólf ára dóttir Khedr hjónanna væri á viðkvæmum aldri hvað varðaði kynfæralimlestingar, sem væru mjög algengar í Egyptalandi. Vegna þess hve algengar slíkar limlestingar séu á konum og stúlkum í Egyptalandi hafi íslenskum stjórnvöldum verið skylt að skoða aðstæður stúlkunnar betur. Þetta hafi verið alvarlegir annmarkar á málsmeðferð Útlendingastofnunar á máli fjölskyldunnar og ákvörðun um synjun byggði á ófullnægjandi upplýsingum. Ekki talið að stúlkan verði fyrir ofsóknum í Egyptalandi Eins og fram kemur áður var niðurstaða úrskurðarnefndar sú að fjölskyldan væri ekki í sérstakri hættu í heimalandi sínu. Aldrei hafi verið minnst á mögulegar kynfæralimlestingar á fjölskyldumeðlimum þegar fjölskyldan óskaði eftir vernd á Íslandi og að ekkert hafi bent til þess í framburði fjölskyldunnar að tilefni væri til þess að stjórnvöld rannsökuðu af eigin frumkvæði áhættuna á kynfæralimlestingum. Fram kemur í úrskurðinum að vegna þess að fjölskyldan hafi borið fram nýja málsástæðu sem ekki hefði verið tekin fyrir áður hjá Útlendingastofnun sæi stofnunin ekki annað í stöðunni en að taka málið upp að nýju. Við fyrstu skoðun hafi verið grundvöllur fyrir því að ætla að stúlkan gæti orðið fyrir ofsóknum yrði hún send aftur til Egyptalands. Rannsóknin hafi hins vegar leitt í ljós að ekki væri grundvöllur fyrir því að telja að stúlkan væri í sérstakri hættu á umskurn, ofsóknum eða á hættu að verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð snúi hún aftur til Egyptalands. Dvalarleyfið er því ekki veitt á þeim grunni að hætta sé á að stúlkan verði fyrir kynfæralimlestingum og er ákvörðunin því ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar umsóknir um alþjóðlega vernd sem kunni að berast á þeim rökum. Málsmeðferðartíminn kominn út fyrir tímaramma útlendingalaga Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd hér á landi þann 7. ágúst 2018 og kærunefnd útlendingamála staðfesti synjun Útlendingastofnunar þann 18. nóvember 2019 og var málsmeðferðartíminn innan tímarammans, sem rakinn var hér að ofan. Málsmeðferðartíminn má að hámarki vera átján mánuði fyrir fullorðna einstaklinga og sextán mánuðir fyrir börn. En vegna þess að málið var endurupptekið hjá kærunefnd nú í september 2020 miðast málsmeðferðartíminn við niðurstöðuna sem staðfest var í dag, og er því utan tímaramma útlendingalaga. Rannsóknin í þriðju endurupptökunni miðaði að aðstæðum fjölskyldumeðlima sérstaklega og þar sem stúlkan hafði ekki fengið niðurstöðu í máli sínu innan 16 mánaða frá því hún sótti um alþjóðlega vernd var fallist á það að tímaramminn hafi verið sprengdur. Þá segir í úrskurði kærunefndar að ekki verði séð að stúlkan hafi sjálf átt þátt í því að niðurstaðan hafi ekki fengist innan tímamarka. „Kærunefndin telur ekki forsendur til að telja að þær tafir sem foreldrar hennar kunni að hafa valdið á málinu hafi þýðingu í þessu samhengi,“ segir í úrskurðinum. Niðurstaða kærunefndar er þess vegna sú að veita eigi stúlkunni dvalarleyfi þar sem niðurstaða í hennar máli fékkst ekki innan sextán mánaða. Þar sem meginregla gildir um einingu fjölskyldu verði foreldrum og systkinum hennar einnig veitt dvalarleyfi á sama grundvelli.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Múslímska bræðralagið og fóbían Sverrir Agnarsson fjallar um og svarar ýmsum ranghugmyndum sem hann hefur hnotið um varðandi Egyptaland og Múslímska bræðralagið. 23. september 2020 10:27 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54
Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52
Múslímska bræðralagið og fóbían Sverrir Agnarsson fjallar um og svarar ýmsum ranghugmyndum sem hann hefur hnotið um varðandi Egyptaland og Múslímska bræðralagið. 23. september 2020 10:27