Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Nadine Guðrún Yaghi og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. september 2020 18:54 Khedr-fjölskyldan hefur verið í felum að undanförnu en getur nú um frjálst höfuð strokið. visir/nadine guðrún Egypska Khedr fjölskyldan fékk í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku fyrr í dag. Þetta segir Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús. Hann segir að kærunefnd útlendingamála hafi fallist á endurupptöku málsins og lagt það fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefndin hafi vísað til þess að kynfæralimlestingar væru áhættuatriði yrði fjölskyldan send aftur til Egyptalands, atriðið væri nýtt á borði kærunefndar og því hafi málið verið tekið upp að nýju. „Þar af leiðandi endurupptaka þeir málið, málsmeðferðartíminn lengist og nær því lágmarksviðmiði sem þarf að ná til þess að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við Vísi. „Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir Magnús. Hann segir að það sé óskandi að málið verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. „Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús og bætir við að réttlætið hafi sigrað. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Egypska Khedr fjölskyldan fékk í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku fyrr í dag. Þetta segir Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús. Hann segir að kærunefnd útlendingamála hafi fallist á endurupptöku málsins og lagt það fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefndin hafi vísað til þess að kynfæralimlestingar væru áhættuatriði yrði fjölskyldan send aftur til Egyptalands, atriðið væri nýtt á borði kærunefndar og því hafi málið verið tekið upp að nýju. „Þar af leiðandi endurupptaka þeir málið, málsmeðferðartíminn lengist og nær því lágmarksviðmiði sem þarf að ná til þess að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við Vísi. „Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir Magnús. Hann segir að það sé óskandi að málið verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. „Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús og bætir við að réttlætið hafi sigrað.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04
Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52
Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32