Ekki ástæða til að óttast en ástæða til að fara varlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:35 Alls eru nú níu manns í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi. Sýnatökur eru fyrirhugaðar í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38
Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39