Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 23. september 2020 19:38 Stykkishólmur Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira