Ekki ástæða til að óttast en ástæða til að fara varlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:35 Alls eru nú níu manns í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi. Sýnatökur eru fyrirhugaðar í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi hafa verið að glíma við hópsýkingu kórónuveirunnar. Í fyrradag greindust sjö með veiruna og í gær greindust tveir aðrir til viðbótar. Á Vesturlandi öllu eru rúmlega hundrað manns í sóttkví. Vegna hópsýkingarinnar gripu bæjaryfirvöld til varúðarráðstafana í gær. Heimsóknarbann er nú í gildi á elliheimilum og hólfaskipting í skólum bæjarins svo fátt eitt sé nefnt. Skimun á íbúum bæjarins jókst verulega en 42 voru sendir í skimun í gær. „Af þeim 42 sem fóru í sýnatöku í gær reyndust tveir með sjúkdóminn. Það er jákvætt að þeir sem greindust voru báðir í sóttkví. Þetta gefur okkur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og slær aðeins á óvissuna,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi. Smitin sjö í fyrradag voru öll samfélags smit og óvissan því mikil. Er ekki óhætt að segja að umfangið sé minna en þú taldir í gær? Þetta leit nú ekki vel út. „Það má segja að það séu ákveðnar vísbendingar um þróunina og umfangið, eins og ég segi, en fjórtán fóru í sýnatöku í morgun og svo fara tíu í sýnatöku á morgun þannig að við sjáum það betur strax á morgun hvernig þróunin er en það er mjög jákvætt að einungis tveir hafi greinst með veiruna og þeir hafi báðir verið í sóttkví.“ Jakob segir að enn sem komið er séu einkenni væg hjá þeim sem eru veikir. „Það er enginn alvarlega veikur og því ber að fagna. Ég veit að hugur allra Hólmara eru hjá þeim sem eru að glíma við veikindin, eins og staðan er í dag“ Hvernig er líðan fólks í bænum? Hefurðu orðið var við áhyggjur vegna hópsýkingarinnar? „Ég hef nú sagt að það er engin ástæða til að óttast en það er ástæða til að fara varlega næstu daga. Ég hef ekki orðið var við miklar áhyggjur. Fólk er að taka þessu af miklu jafnaðargeði og sýnir stöðunni skilning.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Tengdar fréttir Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38 Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. 23. september 2020 19:38
Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. 24. september 2020 12:39