Innlent

Þau vilja taka við starfi for­stjóra Náttúru­fræði­stofnunar

Atli Ísleifsson skrifar
Náttúrufræðistofnun er til húsa í Urriðaholti í Garðabæ.
Náttúrufræðistofnun er til húsa í Urriðaholti í Garðabæ. Náttúrufræðistofnun/Erling Ólafsson

Tólf umsækjendur sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 29. ágúst síðastliðinn.

Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Jóni Gunnari Ottóssyni.

Á vef stjórnarráðsins er birtur listi yfir umsækjendur, en þeir eru: 

 • Bjarni Gautason, yfirverkefnisstjóri
 • Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri
 • Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur
 • Guðmundur Guðmundsson, staðgengill forstjóra NÍ
 • Höskuldur Þór Þórhallsson, héraðsdómslögmaður
 • Kristján Geirsson, verkefnastjóri
 • Rannveig Guicharnaud, verkefnastjóri
 • Snorri Sigurðsson, líffræðingur
 • Starri Heiðmarsson, sviðsstjóri
 • Tom Barry, framkvæmdastjóri
 • Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
 • Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður

Valnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis- og auðlindaráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.