Fótbolti

Zlatan með kórónuveiruna og mætir ekki Alfons

Sindri Sverrisson skrifar
Zlatan Ibrahimovic neyðist til að halda sig frá fótboltavellinum á næstunni.
Zlatan Ibrahimovic neyðist til að halda sig frá fótboltavellinum á næstunni. vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic hefur samkvæmt ítölskum miðlum greinst með kórónuveiruna og verður hann því ekki með AC Milan í Evrópudeildinni í kvöld.

Milan mætir Alfons Sampsted og félögum hans í norska liðinu Bodö/Glimt í Mílanó í kvöld. 

Corriere della Sera segir að Zlatan verði ekki með þar sem hann hafi greinst með veiruna þegar leikmannahópur Milan var skimaður í gær, eftir að Léo Duarte hafði greinst með smit.

AC Milan hefur nú staðfest fregnirnar. Talsmaður félagsins segir að Zlatan sé nú kominn í einangrun á heimili sínu, en að allir aðrir leikmenn og starfsmenn liðsins hafi skilað neikvæðu sýni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.