Fótbolti

Fimm skiptingar leyfðar gegn Rúmenum og Svíum

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland getur skipt fimm varamönnum inn á þegar liðið tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli í næsta mánuði.
Ísland getur skipt fimm varamönnum inn á þegar liðið tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Vísir/Hulda Margrét

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að leyfa fimm skiptingar það sem eftir lifir leiktíðar í keppnum á vegum sambandsins.

Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun til að mynda geta skipt fimm varamönnum inn á í leiknum við Rúmeníu í EM-umspilinu 8. október, og kvennalandsliðið sömuleiðis í leiknum við Svíþjóð 27. október. Hið sama gildir í öðrum leikjum landsliðanna í vetur.

Reglan um fimm varamenn nær til Þjóðadeildarinnar, EM-umspils og undankeppni EM, sem og Meistaradeildar karla og kvenna og Evrópudeildarinnar, á þessari leiktíð. Vanalega má hvert lið gera þrjár skiptingar í fótbolta en UEFA ákvað að fjölga þeim tímabundið vegna aukins álags á leikmenn vegna kórónuveirufaraldursins.

Hver leikmannahópur má vera skipaður 23 leikmönnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.