Lífið

Tók upp myndbandið í neðansjávar musteri á Balí og í Grjótagjá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Berglót lagði mikið á sig við tökur á myndbandinu.
Berglót lagði mikið á sig við tökur á myndbandinu.

Bergljót frumsýnir tónlistarmyndband en tökur áttu sér stað neðansjávar við musteri á hafsbotni.

Leiklistarkonan Bergljót Arnalds frumsýnir í dag nýtt myndband við lag sitt My Broken Chords. Lagið samdi hún með brotnum hljómum á flygilinn sinn og frumflutti lagið við píanóundirleik á tónleikum í Kaupmannahöfn. Hér er á ferð önnur útsetning sem gefur verkinu aukinn kraft og dulúð. Myndbandið er á köflum eins og úr fantasíuheimi en tökur fóru meðal annars fram við neðansjávar musteri rétt fyrir utan eyjuna Balí og hins vegar ofan í vatninu í Grjótagjá á Íslandi.

„Ég samdi textann í bústað afa míns, Sigurðar Arnalds, en lagið sjálft samdi ég á flygilinn minn. Ég frumflutti lagið á tónleikum í Kaupmannahöfn en hef aldrei flutt það hér á landi. Það verður vonandi hægt að halda tónleika og bæta úr því þegar kófið fer að réna,“ segir Bergljót.

„Það var gríðarlega erfitt að taka upp neðansjávar við musterið en þeim mun skemmtilegra að sjá útkomuna. Litirnir er svo sterkir og áhrifaríkir. Mikil dýpt. Það má segja að þessar tökur séu eins konar konfekt fyrir augað.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.