Fótbolti

Jón Guðni mættur til Noregs

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Guðni Fjóluson skrifar undir samninginn við Brann.q
Jón Guðni Fjóluson skrifar undir samninginn við Brann.q mynd/brann.no

Jón Guðni Fjóluson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun spila með liðinu til loka þessa árs.

Jón Guðni, sem er 31 árs og á að baki 17 A-landsleiki, hefur verið án félags síðan í sumar eftir að dvöl hans hjá rússneska félaginu Krasnodar lauk.

„Það er frábært að vera hér og ég hlakka til að koma út á völlinn og hitta nýju liðsfélagana mína,“ sagði Jón Guðni á heimasíðu Brann.

Jón Guðni, sem hóf meistaraflokksferil sinn með Fram á Íslandi, hefur einnig spilað með Sundsvall og Norrköping í Svíþjóð, og Beerschot í Belgíu. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik í Noregi þegar Brann mætir Kristiansund um helgina.

Brann er í 10. sæti af 16 liðum úrvalseildarinnar, með 22 stig eftir 18 umferðir. Tímabilinu í Noregi lýkur síðar en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins, en áætlað er að tímabilið klárist 19. desember, rétt áður en samningur Jóns Guðna við Brann rennur út.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.