Sama byrjunarlið og í risasigrinum á Lettum: Sara Björk jafnar leikjametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 16:39 Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik á móti Svíum í kvöld og jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Svíum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2022. Jón Þór gerir enga breytinguna á byrjunarliði sínu á milli leikja. Sömu ellefu byrja og lögðu grunninn að 9-0 sigri á Lettum í síðustu viku. Ísland mætir Svíþjóð í öðrum af úrslitaleiknum um sigur í riðli þjóðanna í undankeppni EM en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðin mætast síðan í Svíþjóð í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson vakti athygli fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið í síðasta leik og hann gefur þeim áfram traustið. Ungu Blikarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda nefnilega allar sæti sínu í byrjunarliðinu en þær voru mjög flottar í stórsigrinum á móti Lettum og voru allar á skotskónum. Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð!This is how we start the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifiers! #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/JNPBZEi6aN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2020 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður því áfram hægri bakvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að jafna sig af meiðslunum sem hún varð fyrir í Lettaleiknum. Alexandra Jóhannsdóttir verður inn á miðjunni með reynsluboltunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar því landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var tæp fyrir Lettaleikinn en skoraði þrennu þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spila síðan sitthvorum megin við Elínu Mettu Jensen. Karólína Lea var fyrsta konan til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea var búin að leggja upp mark eftir aðeins fjórar mínútur. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik sem er jöfnun á meti Katrínar Jónsdóttur. Hallbera Guðný Gísladóttir spilar sinn 114. landsleik og kemst þar með upp í fjórða sætið sem hún deilir með Dóru Maríu Lárusdóttur. Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir EM 2021 í Englandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Svíum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2022. Jón Þór gerir enga breytinguna á byrjunarliði sínu á milli leikja. Sömu ellefu byrja og lögðu grunninn að 9-0 sigri á Lettum í síðustu viku. Ísland mætir Svíþjóð í öðrum af úrslitaleiknum um sigur í riðli þjóðanna í undankeppni EM en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðin mætast síðan í Svíþjóð í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson vakti athygli fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið í síðasta leik og hann gefur þeim áfram traustið. Ungu Blikarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda nefnilega allar sæti sínu í byrjunarliðinu en þær voru mjög flottar í stórsigrinum á móti Lettum og voru allar á skotskónum. Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð!This is how we start the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifiers! #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/JNPBZEi6aN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2020 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður því áfram hægri bakvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að jafna sig af meiðslunum sem hún varð fyrir í Lettaleiknum. Alexandra Jóhannsdóttir verður inn á miðjunni með reynsluboltunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar því landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var tæp fyrir Lettaleikinn en skoraði þrennu þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spila síðan sitthvorum megin við Elínu Mettu Jensen. Karólína Lea var fyrsta konan til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea var búin að leggja upp mark eftir aðeins fjórar mínútur. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik sem er jöfnun á meti Katrínar Jónsdóttur. Hallbera Guðný Gísladóttir spilar sinn 114. landsleik og kemst þar með upp í fjórða sætið sem hún deilir með Dóru Maríu Lárusdóttur. Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira