Ísland og Noregur fjármagna kaup á tveimur milljónum skammta af bóluefni Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2020 12:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leiða málið. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að fjöldi þjóða hafi tekið höndum saman um samstarf í þágu COVAX (Friends of the COVAX Facility) og gefið út sameiginlega fréttatilkynningu þar að lútandi. Þjóðirnar styðji eindregið fjölþjóðasamstarf vegna bóluefnis við COVID-19 og það markmið að tryggja aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni fyrir alla. Singapúr og Sviss leiða samstarfið en þátttökulönd auk þeirra eru öll ríki Evrópusambandsins, Ástralía, Bretland, Ísland, Ísrael, Japan, Sádi-Arabía, Nýja Sjáland, Noregur, Katar, Suður-Kórea og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna, sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni. Þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á 100.000 bóluefnisskömmtum. „Á fordæmalausum tímum sem þessum skiptir samvinna og samstaða þjóða öllu máli. Það er hagur allra að þjóðir heims standi saman og að þau ríki sem betur standa styðji við bakið á þeim sem verr standa að vígi. Við verðum að tryggja að ekkert ríki standi berskjaldað í baráttunni við COVID-19 og því er gott að sjá þessa samstöðu í verki“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þess vegna er það réttlætismál að allir jarðarbúar hafi tryggan aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni þegar þar að kemur. Það er jafnframt í þágu okkar allra að kórónuveiran verði kveðin niður sem allra fyrst alls staðar og því leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Framlag Íslands vegna COVAX-samstarfsins kemur til viðbótar við þann hálfa milljarð króna sem þegar hefur verið lagður til þróunar og dreifingar bóluefna til þróunarríkja í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), GAVI og CEPI og greint var frá fyrr á þessu ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að fjöldi þjóða hafi tekið höndum saman um samstarf í þágu COVAX (Friends of the COVAX Facility) og gefið út sameiginlega fréttatilkynningu þar að lútandi. Þjóðirnar styðji eindregið fjölþjóðasamstarf vegna bóluefnis við COVID-19 og það markmið að tryggja aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni fyrir alla. Singapúr og Sviss leiða samstarfið en þátttökulönd auk þeirra eru öll ríki Evrópusambandsins, Ástralía, Bretland, Ísland, Ísrael, Japan, Sádi-Arabía, Nýja Sjáland, Noregur, Katar, Suður-Kórea og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna, sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni. Þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á 100.000 bóluefnisskömmtum. „Á fordæmalausum tímum sem þessum skiptir samvinna og samstaða þjóða öllu máli. Það er hagur allra að þjóðir heims standi saman og að þau ríki sem betur standa styðji við bakið á þeim sem verr standa að vígi. Við verðum að tryggja að ekkert ríki standi berskjaldað í baráttunni við COVID-19 og því er gott að sjá þessa samstöðu í verki“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þess vegna er það réttlætismál að allir jarðarbúar hafi tryggan aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni þegar þar að kemur. Það er jafnframt í þágu okkar allra að kórónuveiran verði kveðin niður sem allra fyrst alls staðar og því leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Framlag Íslands vegna COVAX-samstarfsins kemur til viðbótar við þann hálfa milljarð króna sem þegar hefur verið lagður til þróunar og dreifingar bóluefna til þróunarríkja í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), GAVI og CEPI og greint var frá fyrr á þessu ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels