Innlent

Niður­stöður mælinga gefi ekkert til­efni til að rífa Foss­vogs­skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Fossvogsskóli í Reykjavík.
Fossvogsskóli í Reykjavík. Vísir/egill

Niðurstöður mælinga í Fossvogsskóla gefa ekkert tilefni til að skoða niðurrif skólans líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem vísað er í nýjar mælingar verkfræðistofunnar Verkís sem gerðar voru í sumar.

Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum.

Fékk þau ráðgjöf að rífa ekki mannvirkið

Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, segir í tilkynningunni.

„Í því ferli sem að baki er hefur borgin ekki fengið þá ráðgjöf að rífa mannvirkið. Þegar skólar eða önnur mannvirki eru rifin vegna rakaskemmda, þá eru þær ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli í kjölfar mælinga og sýnatöku og ítarlegrar áhættugreiningar. Niðurstöður mælinga í Fossvogsskóla til þessa gefa ekkert tilefni til að skoða niðurrif skólans,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Nemendur finni fyrir einkennum

Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið í morgun að réttast væri að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Hafi einhverjir nemendur og foreldrar kvartað yfir að vinna fyrir myglueinmkennum.

Tengd skjölAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.