Fótbolti

Zlatan hógvær að vanda: Hefði skorað fernu ef ég væri tvítugur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic hefur skorað fjórtán mörk í 22 leikjum síðan hann kom aftur til AC Milan um áramótin.
Zlatan Ibrahimovic hefur skorað fjórtán mörk í 22 leikjum síðan hann kom aftur til AC Milan um áramótin. getty/Jonathan Moscrop

Zlatan Ibrahimovic sló á létta strengi eftir 2-0 sigur AC Milan á Bologna í 1. umferð í gær. Svíinn skoraði bæði mörk Milan í leiknum en sagði að ef hann væri yngri hefðu þau orðið fleiri.

„Ef ég væri tvítugur hefði ég skorað fjögur mörk í kvöld,“ sagði Zlatan hógvær að vanda. „En ég er 39 ára, nei 38 ára, svo ég skoraði bara tvö mörk.“

Milan lék sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta tímabili og tók upp þráðinn gegn Bologna í gær.

Zlatan kom Milan yfir með skalla eftir fyrirgjöf Theos Hernández á 35. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Zlatan gekk í raðir Milan um síðustu áramót. Hann samdi svo til eins árs við Milan í lok ágúst. Zlatan lék áður með Milan á árunum 2010-12.

Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Bologna í gær.

Mörkin úr leik Milan og Bologna má sjá hér fyrir neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.