Erlent

Handtóku konu sem sendi eitur til Hvíta hússins

Kjartan Kjartansson skrifar
Bréfið með eitrinu var stöðvað hjá stofnun sem sér um að skima póst sem er stílaður á Hvíta húsið.
Bréfið með eitrinu var stöðvað hjá stofnun sem sér um að skima póst sem er stílaður á Hvíta húsið. AP/Patrick Semansky

Kona sem er grunuð um að hafa sent eitur í pósti til Hvíta hússins og löggæslustofnana í Texas var handtekin á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bréfin virðist konan hafa póstlagt í Kanada og stendur rannsókn yfir í Quebec.

Bréfið sem konan stílaði á Hvíta húsið var stöðvað áður en það barst á áfangastað. Það reyndist innihalda rísin, eitrað prótínduft úr aldinkjörnum kristpálma.

Landamæraverðir nærri Buffalo handtóku konuna og segir AP-fréttastofan að hún eigi yfir höfðu sér alríkisákærur. Búist er við að hún komi fyrir dómara í dag. Kanadíska riddaralögreglan í Quebec segir að lögreglurannsókn standi yfir í götu þar í borg sem tengist bréfinu með eitrinu.

Konan sendi einnig bréf með rísíni til löggæslustofnana í Río Grande-dalnum í suðvestanverðu Texas. Ekki hefur verið greint frá til hvaða stofnana bréfin voru send.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.