Kjartan ekki í leikmannahópnum sem vakti athygli eftir ummælin um síðustu helgi Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2020 22:00 Kjartan Henry í 1. umferðinni gegn AGF. vísir/getty Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle sem vann 4-1 sigur á öðru Íslendingaliði, SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta vakti athygli margra enda Kjartan talinn einn af betri leikmönnum liðsins og er einn reynslumesti leikmaður liðsins sem kom upp úr dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Kjartan Henry var á bekknum í fyrstu umferðinni gegn AGF á útivelli og eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal þar sem hann sagðist ósáttur með að hafa byrjað á bekknum. „Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði Kjartan. Kjartan Finnbogason kom i fokus efter kampen i går for sit interview på tv. Han vil ikke trække i land, men erkender, at han brugte et forkert ord. https://t.co/wMSeLtUGA2— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) September 15, 2020 Hann var síðar meir í viðtali við BT þar sem hann sagðist ekki hafa átt að segja eigandinn heldur félagið sjálft. Hann dró þó ekki í land að vera pirraður yfir því að vera á bekknum. Það vakti athygli margra þegar það kom í ljós að Kjartan væri ekki í leikmannahópnum og á heimasíðu Vejle stóð ekkert um meiðsli Kjartans. Danskir fjölmiðlar hafa enn ekki greint frá því afhverju Kjartan var ekki í hópnum þegar þetta er skrifað. Kjartan Finnbogason ikke med i Vejles trup til søndagens kamp mod SønderjyskE. Hvis han ikke er skadet, er det svært at spekulere i andet end afstraffelse for udtalelserne efter AGF-kampen. I så fald svag ledelsesstil. #Vejleboldklub #sldk— Jesper Kristoffersen (@blog_cast) September 20, 2020 Danski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle sem vann 4-1 sigur á öðru Íslendingaliði, SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta vakti athygli margra enda Kjartan talinn einn af betri leikmönnum liðsins og er einn reynslumesti leikmaður liðsins sem kom upp úr dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Kjartan Henry var á bekknum í fyrstu umferðinni gegn AGF á útivelli og eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal þar sem hann sagðist ósáttur með að hafa byrjað á bekknum. „Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði Kjartan. Kjartan Finnbogason kom i fokus efter kampen i går for sit interview på tv. Han vil ikke trække i land, men erkender, at han brugte et forkert ord. https://t.co/wMSeLtUGA2— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) September 15, 2020 Hann var síðar meir í viðtali við BT þar sem hann sagðist ekki hafa átt að segja eigandinn heldur félagið sjálft. Hann dró þó ekki í land að vera pirraður yfir því að vera á bekknum. Það vakti athygli margra þegar það kom í ljós að Kjartan væri ekki í leikmannahópnum og á heimasíðu Vejle stóð ekkert um meiðsli Kjartans. Danskir fjölmiðlar hafa enn ekki greint frá því afhverju Kjartan var ekki í hópnum þegar þetta er skrifað. Kjartan Finnbogason ikke med i Vejles trup til søndagens kamp mod SønderjyskE. Hvis han ikke er skadet, er det svært at spekulere i andet end afstraffelse for udtalelserne efter AGF-kampen. I så fald svag ledelsesstil. #Vejleboldklub #sldk— Jesper Kristoffersen (@blog_cast) September 20, 2020
Danski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30