Innlent

Um 200 starfsmenn Landspítalans í skimun

Sylvía Hall skrifar
Sýnin voru tekin í gegnum bílalúgu.
Sýnin voru tekin í gegnum bílalúgu. Landspítali

Þónokkur röð myndaðist í bílalúgu við Landspítalann í Fossvogi þegar skimun fór þar fram í dag. Talsverður fjöldi starfsmanna var sendur í skimun vegna smita á starfsstöðvum Landspítalans á skrifstofum í Skaftahlíð og hjá skurðlækningaþjónustu.

Um tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru í úrvinnslusóttkví á meðan þeir bíða eftir niðurstöðum.

Samkvæmt tilkynningu Landspítalans er ekki gert ráð fyrir því að þetta komi til með að skerða þjónustu spítalans en unnið sé að því að endurskipuleggja þjónustuþætti til þess að tryggja örugga þjónustu.

Að sögn Stefáns Hrafns Hagalín, deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, gekk skimunin vel fyrir sig. Hver sýnataka hafi tekið um það bil eina til tvær mínútur en starfsfólkið mæti í hollum.

Landspítali

Landspítalinn var í dag færður af óvissustigi yfir á hættustig í samræmi við viðbragðsáætlun spítalans. Nokkrar breytingar tóku því þegar gildi í starfsemi spítalans og er nú grímuskylda á öllum starfsstöðvum Landspítalans sem gildir einnig um gesti spítalans.

Þá eru allir starfsmannafundir rafrænir nema nauðsynlegt sé að hafa þá á starfstöðvum. Starfsmenn sem geta unnið fjarvinnu eru beðnir um að vinna heiman frá sér og má nú aðeins einn gestur heimsækja sjúkling á hverjum degi. Heimsóknartímar eru þó óbreyttir.

Landspítali


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.