Erlent

Féll úr bíl á ferð við að taka upp Snapchat myndband

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konan féll út úr glugga á bílnum sem var á ferð á hraðbraut.
Konan féll út úr glugga á bílnum sem var á ferð á hraðbraut. Getty/Alex Burstow/Omar Marques

Bresk kona féll úr bíl á ferð á hraðbrautinni M25 í nótt en hún hafði verið að halla sér út um bílgluggann til að taka upp myndband á samfélagsmiðlinum Snapchat. Konan slasaðist ekki alvarlega.

Lögreglan í Surrey á Bretlandi tísti um málið í morgun og sagði að af einskærri heppni hafi konan „ekki slasast alvarlega eða dáið.“ Sjúkraflutningamenn hlúðu að konunni á vettvangi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var enginn handtekinn vegna málsins.

Konan hafði setið í farþegasæti bílsins og hallað sér út um gluggann til að taka upp myndband fyrir Snapchat. Hún datt út um gluggann en eins og áður sagði slasaðist hún ekki alvarlega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.