Bresk kona féll úr bíl á ferð á hraðbrautinni M25 í nótt en hún hafði verið að halla sér út um bílgluggann til að taka upp myndband á samfélagsmiðlinum Snapchat. Konan slasaðist ekki alvarlega.
Lögreglan í Surrey á Bretlandi tísti um málið í morgun og sagði að af einskærri heppni hafi konan „ekki slasast alvarlega eða dáið.“ Sjúkraflutningamenn hlúðu að konunni á vettvangi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var enginn handtekinn vegna málsins.
The front seat passenger was hanging out the car whilst filming a SnapChat video along the #M25. She then fell out the car and into a live lane.
— Roads Policing Unit (RPU) - Surrey Police - UK (@SurreyRoadCops) September 19, 2020
It is only by luck she wasn t seriously injured or killed.#nowords
2846 pic.twitter.com/b7f1tPJTEb
Konan hafði setið í farþegasæti bílsins og hallað sér út um gluggann til að taka upp myndband fyrir Snapchat. Hún datt út um gluggann en eins og áður sagði slasaðist hún ekki alvarlega.