Fótbolti

Hólmar Örn til Rosenborg

Ísak Hallmundarson skrifar
Hólmar Örn er aftur mættur til Rosenborg.
Hólmar Örn er aftur mættur til Rosenborg. getty/Lachlan Cunningham

Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er genginn til liðs við Rosenborg í annað sinn á ferlinum. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni í morgun.

Hólmar hefur undanfarin þrjú ár leikið með Levski Sofia í Búlgaríu en hann lék með Rosenborg á árunum 2014-2017.

Hólmar, sem er þrítugur, vann norska meistaratitilinn tvisvar á sínum tíma með Rosenborg. Liðið er núna í fjórða sæti í norsku úrvalsdeildinni þegar 17 umferðir eru búnar af þeirri keppni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.