Fótbolti

Sif Atladóttir orðin móðir í annað sinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumaður í Svíþjóð, er orðin móðir í annað sinn.
Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumaður í Svíþjóð, er orðin móðir í annað sinn. vísir/baldur

Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er orðin móðir. Hún tilkynnti þetta á Instagram-síðu sinni með mynd af barni sínu fyrr í kvöld.  Er þetta annað barn hennar og Björns Sigurbjörnssonar.

View this post on Instagram

Hello World

A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) on

Sif þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið með betri leikmönnum Íslands undanfarin ár. Hún hefur leikið við góðan orðstír með Kristianstads í Svíþjóð frá árinu 2011. Þá hefur hún verið algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. 

Ásamt því að vera einkar öruggur varnarmaður þá er hin 35 ára gamla Sif einnig þekkt fyrir gríðar löng innköst sín. 

Sif hefur alls leikið 80 A-landsleiki en á enn eftir að skora. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×