Svaraði gagnrýninni fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2020 08:00 Svíar krupu fyrir síðasta landsleik sinn og munu gera slíkt hið sama á Laugardalsvelli. CARL SANDIN / BILDBYRÅN Sænska kvennalandsliðið – sem mætir því íslenska á þriðjudaginn í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu – fékk töluverða gagnrýni fyrir að krjúpa fyrir leik liðsins gegn Ungverjum í gærkvöld. Sænska liðið ákvað, líkt og íslenska karlalandsliðið gerði fyrir leikinn gegn Englandi, að krjúpa fyrir leik og mótmæla þar með því kynþáttabundna óréttlæti sem á sér stað í heiminum. Svíar unnu leikinn 8-0 en að vissu leyti snerist umræðan eftir leik meira um að þær hafi kropið. Hinn 27 ára gamla Eriksson ákvað að nýta Twitter-síðu sína til að tjá sig um málið. „Það var aldrei spurning hvort við myndum krjúpa eður ei. Þetta var það eina rétta í stöðunni. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við trúum á. Í gær krupum við til að sýna að við stöndum saman gegn kynþáttahatri og mismunun. Þetta snýst ekki um pólitík og var á engan hátt pólitísk aðgerð,“ segir Eriksson á Twitter-síðu sinni. My thoughts on the criticism we have received for taking a knee pic.twitter.com/U2xDZkmsVA— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) September 18, 2020 „Þetta snýst um mannkynið og þá staðreynd að við trúum því að við séum öll jöfn. Húðlitur, kynþáttur, kynhneigð, ekkert af þessu á að skipta máli. Hatur á ekki heima í heimi okkar og við erum enn vissari um að við höfum gert það sem er rétt eftir að hafa fengið gagnrýni. Getið þið hvað … við munum gera þetta aftur. Við erum ekki vandamálið, fólkið sem er á móti því sem við gerðum er það hins vegar,“ segir einnig í tísti Eriksson. Sænska landsliðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 22. september. Bæði Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga og því ljóst að leikurinn mun skipta sköpum í hvort landið kemst beint á EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Sænska kvennalandsliðið – sem mætir því íslenska á þriðjudaginn í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu – fékk töluverða gagnrýni fyrir að krjúpa fyrir leik liðsins gegn Ungverjum í gærkvöld. Sænska liðið ákvað, líkt og íslenska karlalandsliðið gerði fyrir leikinn gegn Englandi, að krjúpa fyrir leik og mótmæla þar með því kynþáttabundna óréttlæti sem á sér stað í heiminum. Svíar unnu leikinn 8-0 en að vissu leyti snerist umræðan eftir leik meira um að þær hafi kropið. Hinn 27 ára gamla Eriksson ákvað að nýta Twitter-síðu sína til að tjá sig um málið. „Það var aldrei spurning hvort við myndum krjúpa eður ei. Þetta var það eina rétta í stöðunni. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við trúum á. Í gær krupum við til að sýna að við stöndum saman gegn kynþáttahatri og mismunun. Þetta snýst ekki um pólitík og var á engan hátt pólitísk aðgerð,“ segir Eriksson á Twitter-síðu sinni. My thoughts on the criticism we have received for taking a knee pic.twitter.com/U2xDZkmsVA— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) September 18, 2020 „Þetta snýst um mannkynið og þá staðreynd að við trúum því að við séum öll jöfn. Húðlitur, kynþáttur, kynhneigð, ekkert af þessu á að skipta máli. Hatur á ekki heima í heimi okkar og við erum enn vissari um að við höfum gert það sem er rétt eftir að hafa fengið gagnrýni. Getið þið hvað … við munum gera þetta aftur. Við erum ekki vandamálið, fólkið sem er á móti því sem við gerðum er það hins vegar,“ segir einnig í tísti Eriksson. Sænska landsliðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 22. september. Bæði Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga og því ljóst að leikurinn mun skipta sköpum í hvort landið kemst beint á EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira