Pirlo byrjar á öruggum sigri og Ronaldo skoraði

Pirlo í jakkafötunum á hliðarlínunni í kvöld.
Pirlo í jakkafötunum á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty

Juventus byrjar titilvörnina af krafti en liðið vann 3-0 sigur á Samporia í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Maurizio Sarri var látinn taka poka sinn í sumar og Andrea Pirlo tók við Juventus-liðinu. Hann fékk sannkallaða draumabyrjun í dag.

Strax á 13. mínútu skoraði Svíinn Dejan Kulusevski fyrsta markið eftir stoðsendingu frá Cristiano Ronaldo og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Leonardo Bonucci tvöfaldaði forystuna á 78. mínútu og tíu mínútum síðar var röðin komin að Cristiano Ronaldo sem innsiglaði sigurinn. Lokatölur 3-0.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.