Innlent

„Værum lík­lega að gefa út appel­sínu­gula við­vörun fyrir höfuð­borgar­svæðið“

Atli Ísleifsson skrifar
Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag.
Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag. Ljósmynd/Almannavarnir

„Ef við værum komin með þessa litakóða í notkun þá værum við líklega að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í dag sem er næsthæsta stig þessara viðvarana.“

Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir hyggjast á næstu dögum kynna nýtt litakóðakerfi sem svipi til viðvaranakerfi Veðurstofunnar.

Víðir segir að það gefi til kynna hertar aðgerðir og líka hvatningu til stofnana og fyrirtækja, en ekki síst einstaklinganna um að herða sínar eigin aðgerðir.

Alls hafa greinst 32 ný smit á landinu síðustu tvo daga og voru allir nema einn á höfuðborgarsvæðinu.

Staðbundnar og markvissar aðgerðir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna á sýkingum innanlands síðustu tvo daga kalla á staðbundnar og markvissar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 

Aðgerðirnar muni einkum felast í aðgerðum sem lúta og snerta vínveitingastaði, en talið er rekja megi þriðjung þessara nýju smita til vínveitingastaðs- eða staða í miðbæ Reykjavíkur. Gestir á slíkum stöðum eru líklegir til að smitast og smita hver annan.

Þórólfur sagðist ekki tilbúinn að að segja nákvæmlega í hverju tillögurnar felast. Von á tillögum til ráðherra um aðgerðir í dag eða á morgun.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×