Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 14:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun nýsmitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga kalli á staðbundnar og markvissar aðgerðir, einkum á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. Eitt af því sem er til skoðunar er að loka öllum vínveitingastöðum um næstu helgi. Það væri þó aðgerð í harðara lagi. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega til um það nú hvaða aðgerðir hann hyggist leggja til við heilbrigðisráðherra. Hann muni þó leggja tillögurnar fram í dag eða á morgun. Þórólfur boðar ekki tillögur um almennt hertar aðgerðir fyrir landið allt á þessari stundu. Þá sagði Þórólfur að skerpa þurfi verulega á þeim aðgerðum sem eru í gangi og þá einkum á fjölförnum stöðum eins og vinnustöðum og skólum. Hann muni gera tillögu um það í minnisblaðinu. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna innanlands. Þar af voru einungis ellefu í sóttkví við greiningu. Allir nema einn voru á höfuðborgarsvæðinu og meðalaldur smitaðra er 39 ár. Um þriðjungur tengist vínveitingastað, eða jafnvel vínveitingastöðum, í miðbænum. Aðrir tengjast öðrum stöðum, þar á meðal Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekki eru þó óyggjandi merki um að smit hafi orðið innan stofnananna, að sögn Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun nýsmitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga kalli á staðbundnar og markvissar aðgerðir, einkum á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. Eitt af því sem er til skoðunar er að loka öllum vínveitingastöðum um næstu helgi. Það væri þó aðgerð í harðara lagi. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega til um það nú hvaða aðgerðir hann hyggist leggja til við heilbrigðisráðherra. Hann muni þó leggja tillögurnar fram í dag eða á morgun. Þórólfur boðar ekki tillögur um almennt hertar aðgerðir fyrir landið allt á þessari stundu. Þá sagði Þórólfur að skerpa þurfi verulega á þeim aðgerðum sem eru í gangi og þá einkum á fjölförnum stöðum eins og vinnustöðum og skólum. Hann muni gera tillögu um það í minnisblaðinu. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna innanlands. Þar af voru einungis ellefu í sóttkví við greiningu. Allir nema einn voru á höfuðborgarsvæðinu og meðalaldur smitaðra er 39 ár. Um þriðjungur tengist vínveitingastað, eða jafnvel vínveitingastöðum, í miðbænum. Aðrir tengjast öðrum stöðum, þar á meðal Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekki eru þó óyggjandi merki um að smit hafi orðið innan stofnananna, að sögn Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07